Fréttir

02 júl. 2013

Hörgártúr


Hörgáin er vissulega vatnsmikil ennþá en vel veiðanleg. Fengum fréttir af veiðimanni sem var á svæði 2 í dag og varð þó nokkuð var við fisk. Aðallega var um að ræða sjóbirting og urriða enda fullsnemmt ennþá fyrir bleikjuna.

Mest var vart við fisk neðan gömlu brúarinnar og með bökkunum þar fyrir neðan í kvísl sem rennur vestan megin.

Engar myndir voru teknar í túrnum en við látum fylgja mynd af sjóbirtingi sem náðist uppá 3.ja svæði sl sumar en hann var 65 sm.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.