29 jún. 2013
Aftur stuð á silungasvæði Skjálfandafljóts
Okkur hjá SVAK barst póstur frá veiðimanni sem var að veiða á vesturbakka silungasvæði Skjálfandafljóts föstudaginn 28 júní.
Mikið líf var á svæðinu og lönduðu veiðimennirnir 13 bleikjum og einum sjóbirtingi.
Besta veiðin var þar sem Skálaáin kemur út í Skjálfandafljótið en þar náðu þeir 9 bleikjum, einnig var góð veiði þar sem Nýpáin kemur út í Skjálfandafljótið. Einn sjóbirtingur náðist á land og var hann tekinn niður í ós.

(Myndin er frá veiðinni 28.júní 2013)
Þetta er í annað skiptið núna á stuttum tíma sem við fáum
fréttir af góðri veiði á silungasvæðinu en 26.júní sögðum við frá veiðimönnum sem gerðu fína ferð á
silungasvæðinu austanmegin.Það er því búið að vera mikið líf og góð veiði í Skjálfandafljótinu og því um að gera að bóka veiðileyfi tímanlega.
Til að bóka á silungasvæði vesturbakka smellið
hérTil að bóka á silungasvæði austurbakka smellið
hérMinnum svo veiðimenn að vera duglegir að skrá í rafrænu veiðibókina, taka nóg af myndum og senda okkur pósta með upplýsingum um veiði og annað á svak@svak.is
Veiðikveðja, SVAK
Til baka