Fréttir

21 jún. 2013

Mikið líf á Syðra-Fjall

Við fengum vitneskju um að veiðimenn höfðu verið að gera góða veiði á Syðra-Fjall og einnig sást til Lax.
Í gær voru erlendir veiðimenn að veiðum á Syðra-Fjall og lönduðu þeir 14 Urriðum fyrir hádegi (geri aðrir betur) og var þetta í kringum 1-3 punda fiskar. Einnig sögðust veiðimennirnir hafa orðið varir við Lax á svæðinu þar sem einn hafði elt og sást hann greinilega. Veiðin á svæðinu hefur verið mjög góð og eru 50 urriðar skráðir í veiðibók fyrir austan síðast þegar við vissum og hefur eflaust fjölgað síðan þá.

Veðurspáin er góð fyrir næstu daga og því er ekki eftir neinu að bíða með að bóka daga á Syðra-Fjall.
Til að kaupa veiðileyfi og sjá lausa daga skal smella hér
Því miður höfum við ekki fengið myndir frá hollinu sem var að veiða fyrir hádegi í gær en látum í staðinn myndir frá þessu svæði síðan í fyrra fljóta með.
Kv. Stjórnin

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.