Fréttir

04 jún. 2013

Skjálfandafljót og Hagasvæðið í Laxá kynnt mánudaginn 10.júní

Þá er komið að því að SVAK kynni tvö ný svæði sem við höfum tekið að okkur í umboðssölu. Um er að ræða Hagasvæðið í Laxá í Aðaldal og annarsvegar tvö svæði í Skjálfandafljóti (silungasvæði og síðan silungasvæði með laxavon).
Við í stjórninni erum afskaplega ánægð með að hafa fengið þessa viðbót á söluvefinn okkar og að sjálfsögðu munu SVAK meðlimir njóta góðs af því. Boðið verður upp á 20% afslátt á veiðileyfum frá þessum svæðum til SVAK meðlima og er aldrei að vita nema góð tilboð detti inn í sumar.

Silungasvæði Skjálfandafljóts
er ódýr og góður kostur fyrir þá sem vilja veiða silung og einnig er talsvert góð laxavon. Silungasvæðin ofan brúar voru lengd upp á gömlu laxasvæðin og fylgja nú hyljir sem gefa góða silungsveiði og að öllu jöfnu þó nokkra laxa á ári hverju. Hver vill ekki eiga kost á því að veiða lax fyrir lítinn pening?

Laxá í Aðaldal þarf vart að kynna en hún er oft kölluð Drottningin og er ein glæsilegasta laxveiðiá landsins þó víðar væri leitað. Hagasvæðið í Laxá í Aðaldal þekkja margir og hafa þar margir stórlaxarnir veiðst í gegnum tíðina. Við munum leitast við að bjóða laxveiði á góðu verði og munu menn sem hafa veitt þarna í gegnum árin sjá að verðið á veiðileyfum hefur lækkað umtalsvert frá því sem áður var.

Það má því segja að það stefni allt í gott kvöld mánudaginn 10. júní kl 20:00 í húsnæði Veiðivörur.is þar sem þessi tvö svæði verða kynnt.
Árkynningarnar hafa tekist einstaklega vel í vetur og verið stór partur af vetrarstarfinu okkar. Nú rekum við endahnútinn á vetrarstarfið þó fyrr hefði verið með flottri kynningu á glæsilegum svæðum.Fyrirlesarar Verða Stefán frá Lax-á og Haldór Ingvason stjórnarmaður í SVAK. Hlökkum til að sjá sem flesta.

KV Stjórnin

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.