03 jún. 2013
Vellukkuð afmælishátíð
10 ára afmælishátíð SVAK tókst með ágætum og margir glöddu okkur með nærveru sinni bæði á hátíðinni við Leirutjörn og einnig á kvöldfagniði í Zontahúsinu. Þökkum við öllum kærlega fyrir komuna.

Boðið var uppá grillaðar pylsur og bleikju eldaða á ýmsan máta og rann hún út eins og heitar lummur. Þótti þessi heitreykta sælgæti og ekki síður þessi grafna en þess má geta Veiðivörumenn luma á góðum kryddblöndum til að gera góða bleikju betri.
Krakkarnir fengu að spreyta sig í spúnakastkeppni og fengu öll spúna að launum í boði Veiðivörur.is. Bæði ungir og aldnir tóku líka í stangirnar og reyndu fyrir sér. Þeir reynslumeiri leiðbeindu auðvitað ungviðinu eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Stefán í Veiðivörur.is leiðbeinir ungum herramanni í fluguköstum

Valdimar stjórnarmeðlimur leiðbeinir ungviðinu í köstum með spúnastöng
Um kvöldið hittust SVAK félagar og aðrir velunnarar félagsins í Zontahúsinu og rifjuðu upp sögu félagsins .
Jón Bragi Gunnarsson var heiðraður sérstaklega fyrir velunnin störf í þágu félagsins og hlaut að launum silfurnælu með merki SVAK en þess má geta að þetta er í fyrsta skipti sem félagið heiðrar félaga með þessum hætti.
Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir ýktustu og bestu veiðisöguna og var keppnin geisihörð.

Jón Bragi með silfurnæluna góðu.
Til baka