Fréttir

12 sep. 2020

Skráning í rafrænu veiðibókina

Nú fer að styttast í endann á veiðitímabilinu 2020. Hörgáin er opin fram að mánaðarmótum,svæði 4b og 5 b hafa þegar lokað. Svarfaðardalsá og Ólafsfjarðará eru opnar til 20.sept. Hraun í Laxá í Aðaldal lokaði 31.ágúst.
Minnum veiðimenn okkar að skrá í rafrænu veiðibókina. Þeir sem skrá fara í pott á hverju svæði/á og geta unnið stöng fyrir næsta tímabil.
Þessi fallegi hængur veiddist á svæði 4 b í Hörgá í byrjun ágúst og mældist 67 sm. Hann fékk að sjálfsögðu að lifa áfram en upplýsingar um hann má finna í rafrænu veiðibókinni okkar hér á síðunni okkar.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.