Fréttir

06 mar. 2020

Svarfaðardalsá í forsölu

Svarfaðardalsá fer í forsölu til félagsmanna á mánudaginn 9.mars og stendur í viku eða til 16.mars.

Áin verður seld í hálfum dögum og er það í fyrsta skipti. Vonum við að veiðimenn kunni að meta þessa nýbreytni. Verð er óbreytt frá því í fyrra.

Leyfilegt að taka 3 bleikjur á stöng á vakt. Biðlum einnig til veiðimanna okkar að sleppa allri bleikju sem er yfir 50 sm.

Veiðitímabil er frá 1.06. til 10.09. Til og með 15. ágúst er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 16-22. Frá 15. ágúst til 10. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21.

Svæðaskipting:

Svæði 1 er frá heitavatnslögn sem liggur yfir ánna og rétt upp fyrir bæinn Skáldalæk
Svæði 2 nær upp að gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna
Svæði 3 nær frá gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna og upp að ármótum
Svæði 4 er Skíðadalsáin niður að ármótum þar sem Svarfaðardalsáin og Skíðadalsáin sameinast.
Svæði 5 er frá ármótum Skíðadalsár og Svarfaðardalsár og inn að Koti

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.