Forsala til félagsmanna SVAK í Ólafsfjarðará hefst 31.janúar og stendur til 7.febrúar 2020.
Veiðileyfi í ána má nálgast í vefsölu Veiðitorgs og hér á síðunni.
Veitt er frá 15.júlí til 20 september.
Ólafsfjarðará er fjögurra stanga á þar sem veitt er á tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Svæðaskipti eru á vaktaskiptum. Veitt er á flugu og maðk. Í ánni veiðist aðallega sjóbleikja, en alltaf eitthvað af urriða og einn og einn lax.
Kvóti á dag er 10 fiskar á stöng og ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. SVAK beinir þó þeim tilmælum til veiðimanna sinna að gæta hófsemi við veiðar og sleppa allri bleikju sem er 50 sm eða stærri, til verndunar á sjóbleikjunni sem nú á undir högg að sækja.
Sem fyrr fá félagsmenn SVAK 20 % afslátt af veiðileyfum í Ólafsfjarðará.
Með von um gleðilegt veiðisumar
Stjórn SVAK