Fréttir

15 apr. 2019

Hörgá í forsölu til félagsmanna

 

Hörgá fer í forsölu til félagsmanna SVAK þriðjudaginn 16.apríl kl 17 og stendur í eina viku. 

Veiðileyfi má nálgast á söluvef Veiðitorgs á veiditorg.is eða hér á síðunni.

Vorveiðin í Hörgá hefst 1.maí á svæðum 1 og 2 þ.s er eingöngu leyfð fluguveiði og sleppa ber öllum fiski fram til 20.maí. Eftir það gildir almenna reglan. Önnur svæði Hörgár opna 20.júní. 

 

 Veiðisvæði-skipting

Svæði 1 nær frá Hörgárósum að Votahvammi að austan sem er á móti Hesthólma að vestan. Veiðitímabil er 1/5-30/9 


Svæði 2 nær að austan upp að Stekkjarhól í landi Djúpárbakka sem er á móts við bæinn Litla Dunhaga að vestan. Veiðitímabil er 1/5-30/9 


Svæði 3 nær upp að Syðri-Tunguá að vestan og að Steðja að austan. Veiðitímabil er 20/6-30/9 


Svæði 4a nær upp að ármótum Hörgár og Öxnadalsár. Veiðitímabil er 20/6-30/9 


Svæði 4b er efsta svæðið Hörgárdalsmegin og nær upp að Básfossi. Veiðitímabil er 20/6-10/9 


Svæði 5a er neðri hluti Öxnadalsár og nær frá ármótum að Jónasarlundi. Á þessu svæði er eftirsóttasti veiðistaður árinnar sem er Bægisárhylur. Veiðitímabil er 20/6-10/9 


Svæði 5b er efra veiðisvæði Öxnadalsár og nær fram í Bakkasel að Nautá sem kemur ofan af Öxnadalsheiði. Aðeins leyfð fluguveiði á þessu svæði. 

Veiðitími
Veitt er frá kl 7:00 á morgnana til kl 13:00 og 16:00 til 22:00 fram til 1. ágúst. Eftir 1. ágúst er seinni vaktin frá 15:00 til 21:00

Stangir 
Hörgá er skipt í 7 svæði og er veitt á 2 stangir á hverju þeirra - eða samtals 14 stangir.

Agn 
1.-20. maí er fluguveiði eingöngu og skal sleppa öllum fiski.
Eftir það er allt venjulegt agn leyfilegt (fluga, beita eða spúnn) og enginn kvóti á afla. 
Svæði 5b er þó eingöngu fluguveiði.

Góðar flugur 
Fimm hæstu urriðaflugurnar síðustu árin eru Grey ghost, Nobbler svartur, Heimasæta, Nobbler og Krókur.
Fimm hæstu bleikjuflugurnar síðustu árin eru Krókur, Nobbler, Heimasæta, Bleik & Blá og Grey ghost.

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.