Fréttir

10 apr. 2019

Svarfaðardalsá í forsölu

Svarfaðardalsá fer í forsölu til félagsmanna á morgun fimmtudag 11.apríl kl 20 og stendur í viku.
Veiðileyfi má nálgast hér á síðunni eða á og veiditorg.is

 

Staðsetning: Svarfaðardalsá 44 km frá Akureyri, 412 km frá Reykjavík.

Leyfilegt agn: Allt löglegt agn er leyfilegt

Aðgengi: Aðgengi er gott á flesta veiðistaði

Fyrirkomulag: Veiðitímabil er frá 1.06. til 20.09. Til og með 15. ágúst er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 16-22. Frá 15. ágúst til 20. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21.

Svæðaskipting:

Svæði 1 er frá heitavatnslögn sem liggur yfir ánna og rétt upp fyrir bæinn Skáldalæk


Svæði 2 nær upp að gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna


Svæði 3 nær frá gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna og upp að ármótum


Svæði 4 er Skíðadalsáin niður að ármótum þar sem Svarfaðardalsáin og Skíðadalsáin sameinast.


Svæði 5 er frá ármótum Skíðadalsár og Svarfaðardalsár og inn að Koti

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.