Fréttir

27 jan. 2019

Ólafsfjarðará í forsölu til félagsmanna

Ágætu félagar SVAK.

Fjarðará í Ólafsfirði öðru nafni Ólafsfjarðará fer í forsölu til félagsmanna á morgun mánudag 28/1 kl 20 og stendur í eina viku eða til mánudagins 4/2.

SVAK og Stangveiðifélagið Flugan hafa Fjarðará í Ólafsfirði á leigu í sameiningu . Landeigendur halda eftir einum degi í viku sem er þriðjudagur. SVAK hefur til sölu um helming daganna og Flugan hinn helminginn.

SVAK hefur leikinn 16.júlí en aðrir dagar á vegum félagsins í ár eru 25/7-30/7,8/8-13/8,22/8-27/8,5/9-10/9 og að lokum 19-20/9.

 

Ánni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Kvóti á dag er 12 fiskar á stöng og er ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. Ef keyptar eru báðar stangir á svæði er heimilt að bæta þriðju stönginni við og leyfa 12 ára og yngri að veiða á hana. Sú stöng er kvótalaus en heimilt að færa á hana kvóta af hinum tveim.

Aðeins eru seldir heilir dagar og eru svæðaskipti á vaktaskiptum. Veiða þá tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt. Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 15 ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00.

 Aðgengi að ánni er gott. 

 Leyfilegt agn er fluga og maðkur.

 Í ljósi minnkandi bleikjuveiði beinum við þeim vinsamlegu tilmælum til veiðimanna að þeir umgangist ána af virðingu,veiði hóflega og sleppi eins miklu og mögulegt er aftur í ána þrátt fyrir uppsettan kvóta.

Eigið gleðilegt sumar á bakkanum.

Stjórn SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.