Fréttir

13 jan. 2019

Kastæfingar hefjast í febrúar

Ágæta stangveiðifólk.

Kastæfingar á vegum SVAK hefjast sunnudaginn 3.febrúar kl 12 í Íþróttahöll Akureyrar. Næstu æfingar verða 17.febrúar, 24.febrúar og 10.mars kl 13-14.

Taktu stöngina þína með þér eða fáðu lánaða hjá okkur. Leiðbeinendur á vegum SVAK verða á staðnum og fara yfir grunnatriði í meðferð flugustanga og kasttækni og aðstoða eftir þörfum.

Vonumst til að sjá sem flesta unga sem aldna,byrjendur sem lengra komna.

Skráning óþörf,bara að mæta.

Kastkveðjur

Stjórn SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.