Ágætu félagar og allir áhugamenn um stangveiði. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Vonandi verður það nýja fengsælt og frábært á bakkanum næsta sumar.
Nú styttist í að vetrarstarf SVAK hefjist en fyrsta opna hús vetrarins verður haldið 18.janúar kl 19:30 í Deiglunni.
Dagskráin verður sem hér segir:
- Stefán Óli Steingrímsson prófessor við Háskólann á Hólum mætir til okkar og flytur okkur fyrirlestur sem hann kallar "Hvað gera bleikjuseiði við tímann ?" en Stefán hefur stundað rannsóknir á atferlisvistfræði laxfiska í straumvatni um árabil.
- Erlendur Steinar Friðriksson fiskifræðingur fer yfir veiðitölur síðasta árs og spáir í fækkun bleikjunnar ásamt mögulegum áhrifum sjókvíaeldis í Eyjafirði á bleikju og lax í firðinum.
Veitingar á þorralegum nótum í boði SVAK.
Vonumst til að sjá sem flesta
Nýárskveðja
Stjórn SVAK