Fjarðará í Ólafsfirði fer í forsölu til félagsmanna sunnudaginn 11.febrúar um kl 18 og stendur í viku eða til sunnudagsins 18.febrúar.
Vonandi finnið þið daga við hæfi.
Verðskrá er óbreytt og félagar fá 20 % afslátt eins og verið hefur.
Ánni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði. Veiða þá tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt.
Merktir veiðistaðir eru um 20 og annað eins er af ómerktum stöðum.
Leyfilegt agn er fluga og maðkur.
Kvóti á dag er 12 fiskar á stöng og er ekki heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga.
Nánari upplýsingar um Ólafsfjarðará í flipanum hér uppi undir veiðisvæði.