Fréttir

24 des. 2017

Jóla og nýárskveðjur og sittlítið af vetrarstarfi

Kæru félagsmenn og stangveiðifólk nær og fjær.
Enn ein jólahátíðin að ganga í garð og enn eitt veiðisumarið að baki.
Stjórn SVAK sendir ykkur því bestu óskir um gleðileg jól og fengsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir samskiptin á árinu.

 

Veiðisumarið 2017 gekk vel og aukin ásókn var í silungsveiðileyfin okkar.
Veiðitölur voru upp og ofan eins og gengur en gaman var að sjá að bleikjuveiði í Hörgá er á uppleið aftur.
Vetrardagskrá SVAK er í smíðum og verður með hefðbundnu sniði í samstarfi við Veiðiríkið.
Okkar sívinsælu flugukastæfingar verða í Íþróttahöll Akureyrar sunnudagana 18.feb,4.mars og 18.mars kl 12. Konur sérstaklega boðnar velkomnar á konudaginn 18/2 með óvæntum glaðningi.
Fluguhnýtingar í umsjón Jóns Braga og Guðmundar Ármanns verða á sínum stað,nánar auglýst síðar.
Fyrsta opna hús vetrarins verður 29.janúar kl 20 en þá ætlar Valdimar Heiðar Valsson að segja frá ferð sinni til Denver í Coloradofylki þ.s hann fer á stóra veiðisýningu og reynir fyrir sér í veiði á urriða og regnboga í Gunnison fljóti.
Frekari dagskrá opnu húsanna er í smíðum.

Við slúttum síðan vetrarstarfinu með veglegri afmælishátíð en SVAK verður 15.ára í maí n.k.
Vonum að sjá ykkur sem flest á viðburðum SVAK í vetur og á árbökkum okkar í sumar.

Stjórn SVAK

Guðrún Una Jónsdottir
Jón Bragi Gunnarsson
Valdimar Heiðar Valsson
Guðmundur Ármann Sigurjonsson
Björn Hjálmarsson
Þráinn Brjánsson
Stefán Gunnarsson

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.