Fyrsta opna hús vetrarins verður haldið í Veiðiríki næstkomandi föstudag 24. nóvember á milli kl. 18 og 21.
Nú þegar fyrsta alvöru snjókoma vetrarins fellur verður fyrsta opna hús vetrarins.
Veiðiríki, í samstarfi við SVAK, býður stangveiðimönnum á Akureyri að halda upp á Svartan föstudag og býður veglegan afslátt af flugulínum og flugum, ásamt 15 % af stangveiðivörum.
Allir gestir verða í happahylnum þegar dregin verða út veiðileyfi á veiðisvæðum SVAK.
Léttar veitingar verða í boði og allir veiðimenn velkomnir.