Fréttir

16 ágú. 2017

Hörgáin sívinsæl

Hörgáin hefur gefið ágætlega af sjóbleikju í sumar og stefnir í betri veiði þar en síðasta sumar sem var eitt af þeim slökustu. Þegar hafa verið skràðar á fjórða hundruð bleikjur í sumar og einn og hàlfur mánuður eftir af veiðitímabilinu

Sú stærsta sem hefur verið skráð þetta sumarið er 62 sm. Þà hefur einnig búið að færa til bókar einn lax sem náðist í Bægisárhyl.

Mikil ásókn hefur verið í Hörgá í sumar enda hafa verið góð skilyrði í ánni fyrir utan nokkra daga þ.s mikill litur var eftir skot sem kom niður Myrkána.

Hafsteinn Lúðvíksson var á svæði 4 a nýlega og sagði mikið líf hafa verið á svæðinu. Náði 14 bleikjum og missti margar. Taldi hann að stór hluti aflans hefði verið haustbleikja sem er þá snemma á ferðinni í ár.

Formaður SVAK var á svæði 3 fyrir skemmstu og lenti í mikilli bleikju síðasta klukkutímann. Allt um 2 punda fiskar.

7 svæði eru í Hörgá sem öll hafa sinn sjarma. 2 stangir eru á hverju svæði.

Veiðistaðalýsingar og kort af öllum svæðum er að finna hér á síðunni.

 

Veiðimaður með bleikju af svæði 5 b

Fallegur veiðist áður á svæði 3 og fiskur á !

Falleg bleikja af svæði 3 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.