Ólafsfjarðará opnaði í gær og lofar byrjunin góðu. Mikið líf var um alla á.
Alls náðust 20 fiskar á land þar af 19 bleikjur, sú stærsta 47 sm og einn 60 sm urriði.
Bleikjurnar voru allar nýrunnar og silfraðar en flestallir þessir fiskar synda enn í leit að æti og stöðum til að hrygna á.
Veður var þokkalegt, rigningarsuddi og 11 gráðu hiti um morguninn en viðraði betur er leið á daginn.
Frábær veiði var í ánni í fyrrasumar og vonum við að þetta lofi góðu fyrir framhaldið í sumar.