Fréttir

28 jún. 2017

Gott það sem af er á Hrauni

Það er óhætt að segja að efra og neðra Hraun í Laxá í Aðaldal hafi verið að gefa góða veiði þar sem af er sumri.

Veiðimenn eru sammála um að fiskurinn á svæðinu hefur stækkað jafnt og þétt seinustu árin og nú eru fleiri +50cm fiskar á svæðinu heldur en seinustu ár. Við fréttum t.d. af Ítölskum veiðimanni sem fékk glæsilegan 60 cm urriða á þurrflugu fyrir ofan Hraunstífluna.

 

Hermann leigutaki svæðisins sendi okkur nokkrar línur frá ánægðum veiðimanni sem hafði veitt á svæðinu.

 

 

"Sæll, ferðin austur var sæla, misjafnt veður en yfirleitt gott, en alltaf áhugaverð veiði nema kannske einn formiddaginn; við veiddum ekkert á sunnudeginum síðdegis og hluti okkar á föstudeginum fyrripart, bara afslöppun á milli.

Við slepptum eiginlega öllu, nokkrir fiskar í matinn. Mér sýnist sem fiskurinn hafi verið að stækka sl. 3 ár, fleiri 40-50 sm, en sumir voru helst til grannir en eiga sjálfsagt eftir að fitna í sumar.

Við vorum að landa þetta 4-15 fiskum á vakt hver og einn (afsakaðu þetta með skráninguna en þegar maður er að sleppa flestu þá er manni sjaldnast nokkur skráning efst í huga, bara að fiskurinn komist heill í vatnið), flestir yfir 35-40 sm og stærstu 51-58 sm, oftast nær e-ð að gerast og víðast fiskur, þannig að þetta var ekki slæmt og við allir afar ánægðir með þetta. Sáum og misstum a.m.k. tvo býsna væna sem betur fer.

Stefnum að túr aftur næsta vor, hafðu bestu þakkir fyrir, veiddum mest á straumflugur, en annað á milli,

Valur Þór"

 

Það hefur verið uppbókað á svæðið undanfarið en núna fara koma dagar sem eru lausir og er fyrsti lausi dagurinn 1.júlí. 

Það er því um að gera að drífa sig að bóka leyfið því spáin er góð og fiskurinn á svæðinu í fantastuði.

Til að panta daga á hrauni smellið hér

V
ið viljum benda öllum veiðimönnum á að skrá afla samviskusamlega í rafræna veiðibók félagsins á veiditorg.is

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.