Fréttir

15 apr. 2017

Svarfaðardalsá í forsölu til félagsmanna SVAK

Svarfaðardalsá fer í forsölu til félagsmanna SVAK mánudaginn 17.apríl og stendur í viku. Veiðileyfi má nálgast á vefsölu Veiðitorgs. Verðskrá verður óbreytt frá í fyrra og leyfi seld í heilum dögum

Staðsetning: Svarfaðardalsá 44 km frá Akureyri, 412 km frá Reykjavík.

Leyfilegt agn: Allt löglegt agn er leyfilegt

Aðgengi: Aðgengi er gott á flesta veiðistaði

Fyrirkomulag: Veiðitímabil er frá 1.06. til 20.09. Til og með 15. ágúst er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 16-22. Frá 15. ágúst til 20. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21.

Svæðaskipting:

Svæði 1 er frá heitavatnslögn sem liggur yfir ánna og rétt upp fyrir bæinn Skáldalæk
Svæði 2 nær upp að gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna
Svæði 3 nær frá gamla brúarstæðinu þar sem Hofsáin rennur í Svarfaðardalsánna og upp að ármótum
Svæði 4 er Skíðadalsáin niður að ármótum þar sem Svarfaðardalsáin og Skíðadalsáin sameinast.
Svæði 5 er frá ármótum Skíðadalsár og Svarfaðardalsár og inn að Koti

Veiðihús: Ekki er veiðihús við ánna en góðir gistimöguleikar í nágrenninu:

Húsabakki: husabakki.is husabakki@husabakki.is eða í síma 859-7811
Ferðaþjónustan Skeiði Svarfaðardal sími 466 1636, vefsíða www.thule-tours.com ,md@thule-tours.com
Möðruvellir Skíðadal sími 466 1658, vefsíða www.internet.is/daeli , daeli@islandia.is
Ytri-vík / Kálfskinn sími 466 1982/ 466 1630/ 869 2433, sveinn@sporttours.is ,marino@sporttours.is
Syðri- Hagi sími 466 1961/ 855 1861, sydrihagi@hotmail.com

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.