Fréttir

27 mar. 2017

Aðalfundur SVAK fer fram 19.apríl kl 20:00

Aðalfundur SVAK fer fram 19.apríl kl 20:00 í húsnæði Veiðiríkisins að Óseyri 2,2.hæð.


Hefðbundin aðalfundarstörf með eftirfarandi dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Farið yfir ársreikning félagsins og hann lagður fram til samþykktar
4. Umræður um ofangreint
5. Fundarhlé, veitingar
6. Kosningar í stjórn a. Formaður b. Tveir meðstjórnendur c. Einn í varastjórn d. Tveir Skoðunarmenn reikninga
7. Önnur mál Samkvæmt lögum félagsins er kosið um formann árlega,aðrir í stjórn sitja í tvö ár þó þannig að á hverju ári er kosið um tvo meðstjórnendur og einn varamann.

Eftirfarandi aðilar sitja í stjórn SVAK og eru tilbúnir að halda áfram: Jón Bragi Gunnarsson gjaldkeri Björn Hjálmarsson meðstj. Guðmundur Ármann Sigurjónsson varaformaður, Valdimar Heiðar Valsson meðstj. Úr stjórn gengur: Guðrún Una Jónsdóttir formaður.

Í varastjórn sitja Þráinn Brjánsson og Stefán Gunnarsson og eru þeir tilbúnir að halda áfram. 

Framboðum/tillögum að framboðum til stjórnar skal skila skriflega á netfangið svak@svak.is eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund eða fyrir 5/4/2017 og skulu nöfn frambjóðenda síðan birt í aðalfundarboði. 
Starf SVAK er gríðarlega öflugt og skemmtilegt og viljum við hvetja alla þá sem hafa áhuga á að starfa í kringum félagið og gera það enn öflugra að hafa samband.

Þá hefur stjórn félagsins borist tillaga frá félagsmanni um breytingar á lögum félagsins sem hljóðar svo;

5.grein verði 4. grein

7.grein um aðalfund verði grein 5.

6. grein heldur sinni röð,með þeiri breytingu að formaður skal kosinn til tveggja ára í senn og aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára,þó þannig o.s.frv. Stjórnarfundir skulu haldnir þegar formaður eða þrír stjórnarmenn óska þess.Afl atkvæða o.s.frv. Á aðalfundi skal stjórn félagsins skýra frá starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram skoðaða reikninga. Niðurlag greinarinnar falli niður.

7.gr. Gjöld. Gjalddagi árgjalds er 1.maí og eindagi tveimur mánuðum síðar. Númeraröð annarra greina breytist í samræmi við það sem upp er sett og lagt er til að fellt verði burt það sem er innan sviga um áður gerðar breytingar og nýjar málsgreinar.

Hvetjum félagsmenn að kynna sér þessa tillögu. Hún verður síðan kynnt á aðalfundi og borin undir atkvæði.


Kveðja

Stjórn SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.