Það er nóg framundan hjá SVAK á næstunni. Kastæfingar og opið hús.
Kastæfing verður haldin í Íþróttahöll Akureyrar n.k sunnudag 19.mars kl 13-14. Fyrst vetur konungur ákvað að kíkja í heimsókn er gott að vera inní hlýjunni og æfa fluguköstin. Allir velkomnir,byrjendur sem lengra komnir. Takið með eigin stangir eða fáið að láni hjá okkur. Veiðiríkismenn verða einnig á staðnum með það nýjasta í stöngum og línum. Leiðsögn á staðnum fyrir þá sem vilja. Síðasta kastæfingin innanhúss verður svo haldin 26.mars á sama tíma.
En þetta er ekki allt.....
Fimmtudaginn 23.mars kl 20 verður veiðispjall um Eyjafjarðará í húsnæði Veiðiríkisins,upplagt fyrir þá sem langar að prófa þessa flottu á sem rennur hér við bæjardyrnar. Erlendur Steinar fer yfir mun á veiðisvæðum,veiðitimabilum og veiðiaðferðum.
Þessu skolum við niður með guðaveigum við allra hæfi.
Vonumst til að sjá sem flesta 😊