Næsta opna hús SVAK verður haldið fimmtudagskvöldið 23.mars (ath breytt dagsetning) kl 20 í húsnæði Veiðiríkisins að Óseyri 2.
Gestur kvöldsins eru Erlendur Steinar en hann ætlar að vera með veiðispjall um Ævintýraána eins og hann kallar hana,öðru nafni Eyjafjarðará.
Ekki er um hefðbundnar veiðistaðalýsingar að ræða heldur verður rætt almennt um ána,muninn á veiðisvæðum hennar,veiðitímabilum og veiðiaðferðum.
Að sjálfsögðu fer kappinn einnig yfir veiðitölur og breytingar sem orðið hafa í ánni s.l ár.
Veitingar í föstu og fljótandi formi fyrir bílstjóra og ekki bílstjóra.
Vonumst til að sjá sem flesta