Jæja gott fólk þá styttist í fyrstu kastæfingu SVAK og Veiðiríkisins en hún verður haldin í Íþróttahöll Akureyrar sunnudaginn 5.mars kl 13-14.
Æfingarnar eru tilvaldar fyrir þá sem vilja æfa fluguköstin fyrir komandi veiðitímabil .
Fólk getur komið með eigin stangir eða fengið stangir að láni.
Ætlað byrjendum sem lengra komnum. Leiðsögn á staðnum.
Eigendur Veiðiríkisins verða á staðnum og kynna nýju SAGE X flugustöngina,einhendu og tvíhendu.
Ókeypis aðgangur og engin skráning
Nú fer sólin hratt hækkandi á lofti sem þýðir bara eitt 😌Það styttist í vorið 😉
Láttu því sjá þig !
Næstu æfingar eru sunnudagana 19. og 26. mars kl.13-14.