Fréttir

13 feb. 2017

Ólafsfjarðará í forsölu

Ólafsfjarðará fer í forsölu til félagsmanna SVAK á Veiðitorgi (Veiditorg.is) þriðjudaginn 14. Febrúar og stendur til 21.febrúar.

Sem fyrr er SVAK leigutaki árinnar ásamt stangveiðifélaginu Flugunni og skiptast veiðidagar jafnt á milli félaganna. Veiðitímabil er frá 15.júlí til 20.september. Bændadagar eru alla þriðjudaga innan þessa tímabils.
Ánni er skipt í tvö svæði og er veitt á tvær stangir á hvoru svæði.
Kvóti á dag er 12 fiskar á stöng og ekki er heimilt að færa hann á milli stanga eða á milli daga. Eftir að kvóta er náð er heimilt að veiða og sleppa.
Aðeins eru seldir heilir dagar og svæðaskipti eru á vaktaskiptum. Veiða þá tvær stangir á efra svæði fyrri vaktina og á neðra svæði seinni vaktina og öfugt.
Veiðitími er frá kl 07:00 til 13:00 og 16:00 til 22:00 en eftir 15. ágúst er seinni vakt frá 15:00 til 21:00.
Leyfilegt agn er fluga og maðkur.
Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Ólafsfjarðarár á Veiditorg.is. Veiðibækur síðustu ára má sjá hér.
Nánari upplýsingar um veiðisvæðið má nálgast á svak.is og veiðitorg.is.

Til að geta keypt veiðileyfi þurfið þið aðgang að Veiðitorgi. Ef þið hafið þegar stofnað aðgang farið þið í innskráningu á veiðitorg.is og skráið netfang og lykilorð. Ef þið munið ekki lykilorðið,ýtið þá á gleymt lykilorð.
Ef þið hafið ekki stofnað aðgang að Veiðitorgi,farið þá inná veiðitorg.is og veljið nýskráning og fylgið fyrirmælum.

Þess má geta að Ólafsfjarðará verður kynnt þriðjudaginn 21.febrúar kl 20 í húsnæði Veiðiríkisins að Óseyri 2. Guðmundur Ármann Sigurjónsson sem hefur veitt um árabil í ánni sér um kynninguna. Verið hjartanlega velkomin, alltaf heitt á könnunni.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.