Fréttir

23 des. 2016

Jóla og áramótakveðjur

 

 Stangveiðifélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum sem og öllu stangveiðifólki nær og fjær gleðilegra jóla og fengsæls komandi veiðiárs með þökk fyrir samskiptin á árinu.

Vetrarstarf félagsins hefst fljótlega á nýju ári með hnýtinganámskeiði, kastæfingum innanhúss og opnum húsum í samstarf við veiðiverslunina Veiðiríkið á Akureyri.

Nú þegar höfum við bókað þrjá sunnudaga í Íþróttahöll Akureyrar þ.s kastæfingar munu fara fram undir leiðsögn en þessir dagar eru 5.mars, 19.mars og 26.mars kl 13-14. Fjölmennt var á þessum æfingum s.l vetur og vonum við að svo verði aftur.

Aðrir viðburðir auglýstir betur í byrjun nýja ársins.

Jóla og veiðikveðjur

Stjórn SVAK

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.