Næstu daga mun veiðileyfasala í Hörgá fara af stað. Sú nýjung verður í ár að áin opnar 1. maí með sjóbirtingsveiði í huga.
Hér er einnig er hægt að skoða veiðitölur frá árinu 2012.
Hörgáin opnar 1. maí
Á nýafstöðnum aðalfundi veiðifélags Hörgár og vatnasvæðis hennar var samþykkt að opna fyrir fyrir veiði 1. maí á svæðum 1 og 2 en þau voru áður opnuð 20. maí.
Á þessum tíma (1.-20. maí) verður eingöngu leyfð fluguveiði og sleppa á öllum fiski.
Með þessu kemur veiðifélagið á móts við óskir SVAK félaga um rýmri opnunartíma á vorin.
Þá var samþykkt ný verðskrá fyrir sumarið 2013 og er hún birt hér fyrir neðan.
Veiðifélag Hörgár
Verðskrá 2013 - félagsmenn SVAK
Tímabil Dagar Verð á stöng, kr
frá til alls Svæði nr. 1/1 dagur 1/2 dagur
1.maí - 20.jún 50 1 og 2 4.200 3.000
20.jún - 10.júl 30 1, 2, 3, 4a, og 5a 4.200 3.000
20.jún - 10.júl 30 4b og 5b 3.300 2.500
10.júl - 1.okt 72 3, 4a, og 5a 5.800 4.200
10.júl - 11.sep 52 1, 2 og 4b 5.800 4.200
Veiðiskýrslu ber að skila inn á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar ( www.svak.is )
Veiðifélag Hörgár
Verðskrá 2013 - utanfélagsmenn
Tímabil Dagar Verð á stöng, kr
frá til alls Svæði nr. 1/1 dagur 1/2 dagur
1.maí - 20.jún 50 1 og 2 5.000 3.500
20.jún - 10.júl 30 1, 2, 3, 4a, og 5a 5.000 3.500
20.jún - 10.júl 30 4b og 5b 4.000 3.000
10.júl - 1.okt 72 3, 4a, og 5a 7.000 5.000
10.júl - 11.sep 52 1, 2, 4b og 5b 7.000 5.000
Veiðiskýrslu ber að skila inn á heimasíðu Stangveiðifélags Akureyrar ( www.svak.is )
Fljótlega verður opna fyrir forsölu á vefnum fyrir félagsmenn SVAK.
Þá voru dregnir út vinningshafar úr hópi veiðimanna sem skiluðu veiðiskýrslum og þeir heppnu eru;
Arnar Daníelsson Kjarrlundi 2 Akureyri
Björgvin Jóhannsson Höfðahlíð 17 Akureyri
Steingrímur Friðriksson Norðurgata 53 Akureyri
Þeir fá hver heilan dag í Hörgá í vinning.
ÞS
Veiðitími: Veitt er frá kl 7:00 á morgnana til kl 13:00 og 16:00 til 22:00 fram til 1. ágúst. Eftir 1. ágúst er seinni vaktin frá 15:00 til 21:00.
Leyfilegt agn: Allt venjulegt agn er leyfilegt (fluga, beita eða spúnn) nema 1.-20. maí. Þá er eingöngu leyfð fluguveiði og sleppa á öllum fiski.
Aðgengi: Aðgengi er gott að ánni og hægt er að komast nálægt flestum veiðistöðum á bíl.
Veiðibók:
Skylt er að gera grein fyrir aflabrögðum í veiðibók á netinu, ATH - einnig þarf að skrá enga veiði (færa sem texta í athugasemdum). Allir sem skrá í veiðibókina eru með í potti þar sem dregnir verða út fimm veiðimenn í lok veiðitímans sem fá frítt veiðileyfi í Hörgá sumarið 2014.
Veiðiskýrslur:
Skylt er að gera grein fyrir aflabrögðum í veiðibók á netinu, ATH - einnig þarf að skrá enga veiði (færa sem texta í athugasemdum). Allir sem skrá í veiðibókina eru með í potti þar sem dregnir verða út fimm veiðimenn í lok veiðitímans sem fá frítt veiðileyfi í Hörgá sumarið 2012.
Skylt er að gera grein fyrir aflabrögðum í veiðibók á netinu, ATH - einnig þarf að skrá enga veiði (færa sem texta í athugasemdum). Allir sem skrá í veiðibókina eru með í potti þar sem dregnir verða út fimm veiðimenn í lok veiðitímans sem fá frítt veiðileyfi í Hörgá sumarið 2012.