Fréttir

19 mar. 2013

Óðalsatferli ungra laxfiska

Dr. Stefán Óli Steingrímsson mætti í Amaróhúsið í gærkveldi og fræddi veiðimenn um óðalsatferli og stofnvistfræði ungra laxfiska en hann hefur stúderað þessi fræði um árabil bæði hér á landi og í Kanada. Þegar atferli laxfiska er skoðað spá menn í ýmsa hluti allt frá fæðuöflun til sporðsláttartíðni. Einhverjir vildu meina að þetta hafi verið nördakvöld með meiru.
Nördakvöld eða ekki, það var fámennt en góðmennt í Amaróhúsinu í gærkveldi en eitthvað á annan tug veiðimanna mætti á fyrirlestur Stefáns og þökkum við þeim komuna. Vetrarstarf veiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar er haldið í samstarfi við Veiðivörur.is á hverju mánudagskvöldi kl 20. Næsta mánudagskvöld þann 25.mars er hnýtingarkvöld en þá gefst veiðimönnum tækifæri að hittast, spjalla og hnýta.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.