Fréttir

08 mar. 2013

Vetrarstarfið 11.mars-Hörgá og Svarfaðardalsá

Þóroddur Sveinsson úr veiðifélagi Hörgár flytur fyrirlestur um breytingar á tegundasamsetningu veiðinnar í Hörgá undafarin ár með áherslu á urriðann. Einnig ætlar hann að ræða þýðingu rafrænna veiðibóka fyrir veiðimenn. Að því loknu mun Gunnsteinn Þorgilsson frá Sökku í Svarfaðardal segja okkur allt sem við viljum vita um Svarfaðardalsána en nú fer að styttast í að hún fari í forsölu á söluvef SVAK. Með honum verður Gunnar Guðmundsson fluguveiðimaður sem er vel kunnugur víða í ánni.
Vetrarstarfið hefst eins og áður kl 20 í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is. Það er öllum opið, aðgangur er ókeypis og alltaf heitt á könnunni. Láttu þig því ekki vanta vetrarstarf SVAK, Flúða og Flugunnar.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.