Fréttir

18 feb. 2013

Allt sem þú vilt vita um bleikjuna fyrirlestur

Glæsilegur fyrirlestur og fræðslu kvöldi hjá Erlendi Steinari á vetrarkvöldi Svak,Flúða og Flugunar.

Vel var mætt á þenna skemmtilega og áhugaverða fyrirlestur um bleikju hjá Ella Steinari.

 

Eins og Ella er einum lagið var þetta glæsileg samantekt á annars mjög svo áhugaverðu málefni, þ.e.a.s hvað er að gerast hjá bleikjustofnum landsins.

Farið var yfir helstu mögulegu þætti þess hvers vegna minkandi bleikjuveiði á sér stað.

Margt bendir til að hlýnun hafi þar stóru hlutverki að gegna og ekki hjálpar nú ofveiði þegar stornstærð veiðisvæða er í lámarki.

Sitt sýnist hverjum og alltaf erfitt að finna sökudólg sem hægt væri að sakfella fyrir minkandi bleikuveiði fyrir dómstólum :) en sjálfsagt spila margir hlutir þarna saman í þessum hlutum.

Hvað sem veldur geta menn verið sammála um að varlega þurfi að fara með þennan annars glæsilega ránfisk og kom það mörgum á óvart eða öllu heldur sjokkerandi að stærstu bleikjurnar þ.e. 70-75cm séu um 10-15ára gamlar, sem segir okkur að dágóðan tíma geti tekið að koma veiðisvæðum á rétt ról ef illa er komið fyrir stornstærðum bleikjunar.

Sjóbirtingur/urriði er hinsvegar á hraðri uppleið í mörgum af þessum bleikju ám á Eyjafjarðarsvæðinu og hvort það sé á kostnað bleikjunar og hafi einhver áfhrif á niðursveiflu hennar hafa ekki verið færðar neinar sérstakar sannanir á.

En fyrir áhugasama er hægt að nálgast fyrirlesturinn hjá Ella hér Fyrirlestur um bleikju og hvetjum við alla að skoða þetta.

Við þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og vonandi sjáum við sem flesta á næsta kvöldi.

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.