Fréttir

14 feb. 2013

Vetrarstarfið 18/2- Allt sem þú vilt vita um bleikjuna !

Ágætu félagsmenn ! Við höldum nú áfram að stytta okkur stundir fram að veiðitímanum með vetrarstarfi stangveiðifélaganna SVAK, Flúða og Flugunnar. Að þessu sinni ætlar Erlendur Steinar Friðriksson fyrrverandi formaður SVAK og bleikjuspekulant með meiru að segja okkur allt sem við viljum vita um þann ástsæla fisk bleikjuna.
Elli Steinar eins og hann er nú oftast kallaður mun í þessum pistli sínum fjalla m.a um heimkynni og lífshætti bleikjunnar, rannsóknir og veiðitölur. Láttu þennan pistil ekki fram hjá þér fara. Við erum eins og áður staðsett í Amaróhúsinu við Veiðivörur.is og hefst fyrirlesturinn kl 20 þann 18.febrúar. Alltaf heitt á könnunni.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.