Þá kynntu félagarnir Hannes og Snæbjörn Hölkná í Þistilfirði en stangveiðifélagið Flugan hefur verið með þessa laxveiðiá til margra ára. Á efstu myndinni má sjá Hannes lýsa einum af mörgum veiðistöðum í ánni sem heitir því skemmtilega nafni Undirlendahylur. Um 25 manns mættu á þessar árkynningar sem haldin var eins og alltaf í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is.