Fréttir

28 jan. 2013

Vetrarstarf-Fluguhnýtingarnámskeið

Í kvöld fór fram fluguhnýtingarnámskeið þar sem einblínt er á silungsflugur. Námskeiðið er haldið af Svak og Veiðivörur. Námskeiðið er í tveimur hlutum og voru púpurnar teknar fyrir í völd, en í seinni hluta námskeiðsins mun vera farið í streamera.

Átta einstaklingar skráðu sig á námskeiðið og erum við mjög ánægð með þann fjölda, sérstaklega í ljósi þess að flest allir á námskeiðinu eru ungir og efnilegir veiðimenn. Formaður SVAK lét sitt ekki eftir liggja og skráði sig á námskeiðið hún var aldursforseti hópsins ásamt því að vera eina konan.

Þær flugur sem Valdimar Friðgeirsson kenndi á þessu námskeiði voru:

Peacock, Watson´s Fancy og Pheasant tail.

Greinilegt er að mikill áhugi er á fluguhnýtingum hjá ungu kynslóðinni og fögnum við því. Það verður áhugavert að fylgjast með seinni hluta námskeiðsins þegar farið verður að kenna hnýtingar á streamerum. Einnig viljum við minna á að við verðum með námskeið í hnýtingu á laxaflugum seinna í vetur og er hægt að skrá sig í versluninni veiðivörur.

Valdimar Friðgeirsson sýnir hér eina af þeim flugum sem hnýttar voru í kvöld.

Að lokum viljum við minna á að 4.febrúar verðum við með árkynningu á Ólafsfjarðará þar sem fyrirlesari verður Ragnar Hólm Ragnarsson. Einnig verður árkynning á Hölkná þar sem fyrirlesarar verða Snæbjörn og Hannes frá Flugunni.

Bestu kveðjur, stjórnin.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.