Fréttir

25 jan. 2013

Fyrirlestur Guðna Guðbergssonar fiskifræðings

Guðni Guðbergsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun hélt fyrirlestur á vegum SVAK, Flúða og Flugunnar s.l mánudag en það var fyrsti dagskrárliður í vetrarstarfi félaganna.

Í fyrirlestri Guðna kom fram að mikill samdráttur var í laxveiði síðasta árs en í heild var hún um     39 % minni en 2011 og um 16 % undir langtímameðaltali.

Þegar eingöngu er miðað við veiði á náttúrulegum laxi og að teknu tilliti til tvískráninga vegna sleppinga var veiðin sú minnsta síðan skráningar hófust. Guðni sagði að fjöldi seiða í ám sem gengu til sjávar vorið 2011 hafi verið um og yfir meðallagi í öllum landshlutum sem lofaði góðu fyrir laxveiðina 2012 og kom því þessi lægð á óvart.

                

En hver er ástæða þessa samdráttar í laxveiði? Sérfræðingar telja að skýringuna megi að stærstum hluta rekja til lélegs vaxtar sem bendir til lélegra fæðuskilyrða og aukinna affalla í sjó. Nýlegar rannsóknir sína að sterkt samband er á milli vaxtar laxa fyrstu mánuðina í sjó og þeim fjölda sem skilar sér til hrygningar hverju sinni. Skýringuna gæti verið að finna í aukinni samkeppni um fæðu, hluti laxastofnsins lendir sem meðafli td í makrílveiðum og svo hafi rannsóknir sýnt að samband sé milli afkomu laxastofna og ástands sjávar t.d hitastigs og seltu. Þessa hluti þyrfti að skoða betur. Fyrri reynsla hafi líka sýnt fram á 10 ára sveiflur í laxastofninum þs nokkur góð og nokkur slæm ár fylgjast að. Niðursveifla ársins 2012 hafi þó verið meiri en áður hafi sést.

En hvers mega veiðimenn vænta á næsta ári ?

Guðni segist vera hóflega bjartsýnn. Honum finnst ólíklegt að samdrátturinn haldi áfram en reiknar þó ekki með mikilli aukingu í laxveiði heldur. Hann segir seiðabúskapur hafi verið um og yfir meðallagi en svo er bara að sjá hvernig þeim reiðir af í sjónum. Um 30 manns mættu á fyrirlestur Guðna sem er haldinn í samstarfi við Veiðivörur.is.  

Þökkum við Guðna og þeim sem hlýddu á hann fyrir komuna.

Myndir frá kvöldinu má sjá hér á facebook vef SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.