Ágætu félagar.
Bestu óskir um gleðilega jólahátíð og fengsæld á komandi veiðiári. Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða.
Vetrarstarf SVAK, Flúða og Flugunnar hefst 21.janúar n.k í Veiðivörum.is í Amaróhúsinu með fyrirlestri Guðna Guðbergssonar frá Veiðimálastofnun og ber hann yfirskriftina "Laxveiðiárið 2012- hvað gerðist og hvað má ætla um framhaldið?" Nánar auglýst síðar.
Forsala í Ólafsfjarðarár mun hefjast í lok janúar. Nánar auglýst síðar.
Jólakveðjur
Stjórn SVAK