Fréttir

10 okt. 2012

Fréttatilkynning Landssamband Stangaveiðifélaga

Staða stangaveiði á Íslandi

Landssamband Stangaveiðifélaga hefur ákveðið að halda opið málþing um stöðu stangaveiði á Íslandi að Grand Hotel Reykjavík laugardaginn 13. október nk. kl. 14:00 – 17:00.

Frummælendur koma frá helstu hagsmunaaðilum í stangaveiði á Íslandi, en stangaveiðin stendur á ákveðnum tímamótum eftir síðasta veiðisumar. Laxveiði var í lágmarki á meðan að verð á veiðileyfum hefur hækkað hvort sem um er að ræða lax- eða silungsveiði. Ekki er útlit er fyrir að hækkun veiðileyfa verði minni á næstu misserum og hafa veiðileyfasalar áhyggjur af dvínandi sölu á meðan að íslenskir veiðimenn hafa auknar áhyggjur af verðhækkunum og ásókn erlendra veiðimanna í íslenskar ár og vötn. Landsamband stangaveiðifélaga hefur af þessu tilefni ákveðið að efna til málþings um stöðu stangaveiða á Íslandi í samstarfi við hagsmunaaðila. Það er ætlun sambandsins að málþingið verði grundvöllur til að ræða opinskátt um stöðu og þróun stangaveiða á Íslandi og eru allir áhugasamir hvattir til þess að mæta og hlýða á erindi frummælenda og taka þátt í umræðum.

Dagskrá málþingsins og frummælendur má sjá inná heimasíðu Landsbands stangaveiðifélaga www.landssambandid.isDagskrá

14:00 Setning , Viktor Guðmundsson, formaður Landssambands Stangaveiðifélaga

14:05 Laxveiðin sumarið 2012“. Hvað er að gerast í ánum? Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun

14:25 Laxveiðin sumarið 2012“. Áhrif sjávar á laxveiðina. Var hægt að sjá veiðiminnkun fyriri? Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur frá Veiðimálastofnun

14:45 Stangaveiðifélög og stangaveiðimenn.
Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur

15:00 Kaffihlé

15:15 Óðinn Sigþórsson
Formaður Landssambands Veiðifélaga

15:30 Þröstur Elliðason
Forstjóri Veiðiþjónustunar Strengir

15:45 Steinar J. Lúðvíksson
Veiðimaður

16:00 Pallborðsumræður

17:00 Málþingi slitið


Viktor Guðmundsson Formaður LS 
veitir frekari upplýsingar í síma 863 1283

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.