Fréttir

23 ágú. 2012

Veiðisaga af svæði 2 í Hörgá þann 18.ágúst

Sæl verið þið. Valdimar heiti ég og mig langar að segja ykkur smá veiðisögu þegar ég fór í Hörgá svæði 2 þann 18.ágúst 2012.

 

Þetta byrjaði allt þannig að á föstudagskvöldið 17.ágúst langaði mig allt í einu að fara að veiða. Ég fór á svak.is og kíkti á laus veiðileyfi. Eins og flesta daga núna seint í ágúst voru efstu svæðin bókuð en svæði 1,2 og 3 voru alveg laus. Ég hafði tekið eftir því að enginn hafði veitt lengi á svæði 1 og 2 þannig ég ákvað að skella mér á fyrripart á svæði 2 þar sem ég þekki það svæði betur en svæði 3.


Ég byrjaði á mínum uppáhaldsstað á svæðinu en það er brúarhylurinn. Ég byrja alltaf þar enda mjög skemmtilegur veiðistaður. Brúarhylurinn gaf mér engann fisk og hefur ekki gert í seinustu skipti sem ég hef prufað hann. Næst var rennt upp í Bjargnakíll þar sem ég tók 6 fiska. Fyrsti fiskurinn var fín bleikja rúmlega pund og eftir fylgdu 5 fiskar allir svipaðir og á þessari mynd hérna fyrir neðan. 


Eftir að hafa sett í 6 fiska í Bjargnakíll ákvað ég að labba aðeins niðurfyrir. Það eru nýjir staðir að myndast milli Bjarnarkíls og nýju brúarinar og þar náði ég einmitt góðum urriða.


Eftir það var haldið á Möðruvallarbakka. Ég hafði aldrei veitt þar áður og vissi því ekki við hverju ég átti að búast. Ég verð að segja að mér fannst þessi staður alveg frábær og töluvert margir staðir í þessari kvísl.

Ég þurfti ekki að bíða lengi því í fyrsta kasti kom taka og var á þessi flotta bleikja. Ég barðist við hana í nokkurn tíma og þegar ég var að draga hana inn á grinningarnar rifnaði úr henni. Ég myndi giska á að sá fiskur hafi verið sirka 3-4 pund. Ég hélt göngu minni áfram niður svæðið og setti í fullt af fiski og meðal annars kom á 2.5punda sjóbirtingur rétt fyrir vaktarlok.


Heildar afli á land var 10 fiskar á land og 12 tökur. Þessir 2 fiskar sem fóru af voru vel stórir.

Mig langaði að senda þessa reynslu mína inn þar sem ég sé á vefnum að veiðisvæði 1,2 og 3 er mikið að gleymast og þá sérstaklega svæði 1 og 2. En málið er að það er enn fullt af fiski á svæðinu og ég fann greinilega þegar ég var að veiða að svæðið var vel hvílt því fiskurinn var grimmur að taka. Svo er sjóbirtingurinn byrjaður að ganga og við vitum öll hversu skemmtilegt er að eiga við hann.


Hérna er svo mynd af 3 af þessum 10 fiskum sem fóru á land hinum 7 var öllum gefið líf:)

Svo vil ég bara afsaka stafsetningarvillurnar í þessari grein. Stafsetning er ekki mitt sterkasta fag.Veiðikveðja, Valdimar Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.