Fréttir

13 ágú. 2012

Fleiri dagar í Mýrarkvisl komnir í sölu !

Fleiri dagar í Mýrarkvísl eru nú komnir í sölu hjá SVAK. Um er að ræða tímabilið 3-21.september. Góður afsláttur er af þessum leyfum. Að þessu sinni ákváðum við að selja leyfin á öðru formi en verið hefur þ.e.a.s að nú er hægt að kaupa 1 stöng í hálfan dag.Vonum við að það falli í góðan jarðveg. Nánari upplýsingar má finna á söluvef okkar.
Veiði er nú komin vel af stað í Mýrarkvíslinni. Síðasta holl í ánni var með 8 laxa og sáu veiðimennirnir í því holli víða lax í ánni og suma hverja mjög stóra. Merktir veiðistaðir eru 54 á c.a. 25 km vegalend og býður áin upp á mikla fjölbreytni, allt frá rólegum og skemmtilegum breiðum upp í hrikaleg gljúfur þar sem jafnvel þarf að styðja sig við spotta til að komast í færi við vel sjáanlega fiska. Sjón er sögu ríkari !!

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.