12 ágú. 2012
Bleikjan farin að sýna sig í Hofsá í Skagafirði
Arnar Gunnarsson stjórnarmeðlimur í SVAK brá sér í Hofsá í Skagafirði fyrir nokkru ásamt sonum sínum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Við gefum kappanum orðið;
"Ég fór til veiða í Hofsá í Skagafirði 31 júlí -1 águst ásamt sonum mínum til að sjá hvort bleikjan væri mætt í ánna, og hún var komin !
Hofsáin sjálf var skoluð,en Runukvíslin tær eins og alltaf og þangað fórum við feðgarnir.
Við urðum strax varir við bleikju og ekki leið á löngu þar til við náðum fiski,þetta voru sprækar sjóbleikjur sem gaman var að eiga við. Núna 10 dögum síðar er eflaust komin bleikja upp um alla á"
Veiðileyfi í Hofsá má nálgast á svak.is. Fyrir SVAK-félaga kosta 3 stangir aðeins 9900 kr og má veiða í 12 klst hvern veiðidag.
Til baka