Fréttir

11 ágú. 2012

Bleikjan mætt í Norðurá

Vorum að fá fréttir frá veiðiklónum Matta og félögum sem stöldruðu við í Norðurá í Skagafirði einn fyrripart fyrir nokkrum dögum síðan.
Það fór ekki á milli mála að bleikjan var mætt á svæðið og settu þeir félagarnir í fimm bleikjur á stuttum tíma. Norðurá er flottur kostur í sjóbleikjuveiðinni og einungis 64 km frá Akureyri. Veiða má á 3 stangir í Norðurá og er kvótinn 5 bleikjur á stöng. Fyrir SVAK félaga kostar stöngin 5000 kr en 7500 fyrir utanfélagsmenn. Veiðileyfi má kaupa á svak.is

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.