Fréttir

25 júl. 2012

Ólafsfjarðará stendur fyrir sínu.

Góð veiði hefur verið í Ólafsfjarðará það sem af er veiðitímabilinu og má meðal annars nefna að Ragnar Hólm Ragnarsson og veiðifélagar  hans settu í 25 bleikjur 20.júlí síðastliðinn á 4 stangir.

Var Lónshylur að gefa marga fiska og var bleikjan að taka mest púpur og má þar nefna krókinn, beykir og Pheasant tail sem voru að virka vel.

Beykir - Einstaklega falleg fluga og hefur verið að gefa vel víða þar sem af er sumri.

Krókurinn - Líklega búin að vera öflugasta flugan það sem af er sumri í Ólafsfjarðará. Hún hefur einnig verið að gefa vel á öðrum stöðum eins og Svarfaðardalsá og Hörgá.

 

7 Stangir eru lausar í Ólafsfjarðará og eru allir dagarnir í september. Nú er hver að verða seinastur að tryggja sér veiðileyfi í Ólafsfjarðará og er hægt að gera það með að ýta á þessa slóð.

http://svak.is/default.asp?content=sidur&pId=33&svaedi=Ólafsfjarðará

Til að sjá veiðitölur má ýta hérna.

http://www.svak.is/veidibok/tolur/veidibok.asp?svaedi=Ólafsfjarðará&ar=2012

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.