Kjartan Páll Þórarinsson og veiðfélagi hans voru við veiðar mánudaginn 16júlí og gerðu mjög góða veiði.
Allt í allt lönduðu þeir félagar 20 bleikjum og einum sjóbirtingi og sögðust hafa misst alveg annað eins.
Mest megnis voru þeir að fá bleikjurnar á Krókinn eða rúmlega helminginn af aflanum, en Krókurinn er einmitt hönnuð af honum Gylfa heitnum Kristjánssyni og er með betri silungaflugum landsins.
Allt voru þetta vænir fiskar eða um 35-40cm.
Laus veiðileyfi og lýsingu á Fjarðará-Hvalvatnsfyrði má sjá hérna Veiðileyfi