Fréttir

12 júl. 2012

Góð veiði í Svarfaðardalsá

Góð veiði hefur verið í svarfaðardalsá á svæðum 1 og 2 það sem af er sumri.

Má nefna að Finnbogi Jónsson setti í 18 fiska á þeim herrans degi 17 júní.

Fyrir stuttu bárust okkur fregnir af mjög góðri veiði á svæði 2.

Jón D Georgsson og Georg W Bagguley veiddu á svæði 2 þann 10 júlí síðastliðin. Þeir lentu í Bingó í Helgufellshyl og tóku 16 fiska á stuttum tíma og var stærsti fiskurinn bleikja 4.5 pund og sá minnsti 1 pund. Agnið sem þeir notuðu var maðkur.

(Hér sést fallegur fiskur sem þeir félagar veiddu).

(sjóbirtingur og Urriði veiddir á svæði 2)

2 fiskanna voru með bitför og má sjá þau innan rauða hringsins.

Það var Hákon William sem sendi okkur þennan póst og þessar frábæru myndir með og þökkum við honum fyrir það. Hann vildi einnig benda á að líklega væri einhverjir að skrá í veiðibók Urriða sem ætti að vera sjóbirtingur en við viljum koma því til skila til þeirra veiðimanna sem ekki vita að urriðinn er brúnn á maganum en sjóbirtingurinn silfraður.

Þess má geta að 99 fiskar hafa veiðst á svæði 1 og 2 í Svarfaðardalsá á þeim 15 veiðidögum sem veitt hefur verið á og gerir það 6-7 fiska á dag sem verður bara teljast gott.

Veðurspáin er frábær fyrir næstu daga því ættu allir að rífa út stangirnar og fara veiða.

Til að sjá laus veiðileyfi í Svarfaðardalsá

Klikkið á linkana hér

Svæði 1 http://svak.is/default.asp?content=sidur&pId=33&svaedi=Svarfaðardalsá svæði 1

Svæði 2 http://svak.is/default.asp?content=sidur&pId=33&svaedi=Svarfaðardalsá svæði 2

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.