Fréttir

18 jún. 2012

Mýrarkvísl 88cm lax

Fyrsti laxinn í Mýrarkvísl er komin á land.

Sem þykir nokkuð snemmt fyrir Mýrarkvísl, en fyrsti laxinn í fyrra kom þó á land á svipuðum tíma eða um 20júní

 

Veiðimaðurinn Björn Snorrason landaði glæsilegri 88cm hrygnu á Núpabreiðu sem er einn af fyrstu veiðistöðum í ánni, einnig sáu þeir veiðifélagar annan stærðar fisk þar sömuleiðis.

Ekki voru þeir félagar með myndávélina með sér en fiskurinn fékk líf að viðureigninni lokinni.

Sumarið virðist ætla að einkennast af snemmgengnum löxum víða um land og fögnum við því að sjálfsögðu og minnum um leið á flotta daga í byrjun Júlí þar á meðal 1júlí sem er sunnudagur og alveg tilvalið að freista gæfunar og sjá hvort ekki sé hægt að krækja í einn stóran í Mýrarkvísl

Laus veiðileyfi í Mýrarkvísl eru HÉR

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.