Fréttir

05 jún. 2012

Svarfaðardalsá

Veiði í Svarfaðardalsá.

Okkur var að berast myndir af fallegum fiskum úr Svarfaðardalsá.

 

Svarfaðardalsá er betur þekkt sem bleikjuveiðiá og er nú aðalveiðin þar eins og menn vita mestmegnis bleikja.

Við fengum sendar myndir frá honum Ingvari Páli sem skrapp á svæði 1 núna á laugardaginn og fékk nokkra urriða.

Ingvar sagðist hafa farið frekar seint af stað eða um 10:30 en var engu að síður búinn að landa þessum fjórum fyrir hádegi. Allir tóku þeir Orange Nobbler.

Seinna um daginn fékk nokkra í viðbót.

 

Við ætlum að vera dugleg að sýna myndir frá veiðisvæðunum okkar í sumar og þætti vænt um það ef sem flestir sæju sér fært að senda okkur nokkrar myndir úr veiðiferðum sínum á svak@svak.is  lítil saga með væri ekki verra.

 

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
26.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
26.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
26.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.