Fréttir

01 jún. 2012

Syðra Fjall og Hraun

Sumarið er tíminn og sumarið virðist vera komið.

Það virðist vera að þeir sem leggji leið sína á Hraun, Syðra Fjall og Engey þessa dagana verði ekki fyrir vonbrigðum. En svæðið virðist vera fullt af fiski.

 

Við Heyrðum í veiðimanninum Stefáni Hrafnssyni í dag og sagið hann okkur frá frábæri veiðiferð sinni á Syðra-Fjalli núna 28maí.

 

"Þann 28. júní skrapp ég á Syðra-Fjall og lenti í svona líka flottri veiði. Landaði 19 urriðum frá 30-58 cm, allir tóku smáar flugur í yfirborðinu. Áin var 12 gráður og mikið líf á bakkanum, flugan komin á stjá og töluvert um uppítökur. Þetta er í annað skipti sem ég kem á þetta svæði og leynir það á sér. Flest allir fiskarnir voru teknir neðarlega á svæðinu í kringum eyjarnar sem þar eru."
      

Einnig skrapp ég á Hraun þann 30. júní og veiddi morgunvaktina. Þar landaði ég 6 fiskum. Þann dag var aðeins kaldara í veðri en samt mikið líf, og greinilegt að það er allt að kvikna á svæðinu. Efast ekki um að það verði gaman hjá næstu veiðimönnum.

            

Langaði að láta vita að ég merkti flesta fiskana og vil endilega biðja menn um að skrifa það í bókina ef þeir endurveiðast.


Við þökkum Stefáni kærlega fyrir flottar myndir og sögu af veiðiferðinni sinni.

Veðurspáinn er brakandi blíða næstu daga og nokkuð ljóst að þeir sem fara í Dalinn verða líklega ekki fyrir vonbrigðum.

Helgin er meira og minna laus þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.

             Hraun laus Veiðileyfi  Syðra-Fjall laus Veiðileyfi

Einnig viljum við minna á skemmtilegu nýjungina hjá okkur með Laxárkortið

 

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.