Fréttir

25 maí 2012

Mikið lif á Hrauni

Hraun, syðra-Fjall og Engey er veiðisvæði sem félagsmönnum svak ætti að vera vel kunnugt.

Veiðifélagar sem kalla sig Mokveiðifélagið skrapp í dalinn í gær, við fengum senda frétt frá einum þeirra félaga Þorsteini Frímanni Guðmundssyni þess efnis að þeir félagar hafi farið í nokkra tíma í gærkveldi á Hraun svæðið og heldur betur lent í skemmtilegri veiði.

 


                  

Við grípum inn í frétt þeirra félaga:

"Engin af okkur hafði veitt þarna á þessu svæði en heyrt af því að þarna væri
gamana að fara, þ.e. Hraun,syðra-Fjall og Engey.

                 


Ekki urðu við fyrir vonbrigðum þessa 3 tíma sem við vorum þarna,
Við enduðum í 9urriðum og 1bleikju sem verður líklega að teljast nokkuð
gott svona þar sem engin af okkur þekkti svæðið neitt og rokið sem
við vonuðumst til að myndi ganga niður um kvöldið gerði það ekki svo
ýkja mikið.


            


Urriðarnir voru frá svona 1pundi í 3,5pund en menn eins og svo oft vill
verða voru að missa þessa sem okkur fannst geta verið um og yfir 5pund,
en þeir tóku með þvílíkum látum og duttu oft mjög fljótlega af"

Fréttina og veiðisöguna má sjá í heild sinni á heimasíðu þeirra félaga veidimenn.com

Nokkuð ljóst er að menn geta gert flotta veiði á Hrauni,Syðra-Fjalli og Engey næstu daga hvort heldur sem menn þekki svæðið vel eða ekki.

Lausar stangir eru til um helgina á svæðinu Veiðileyfi og viljum við minna á Laxárkortið sem er nýjung hjá SVAK en þar geta menn keypt sér svokallað Laxárkort sem inniheldur 8 veiðidaga á svæðinu,Hraun,Syðra-Fjall og Engey. Meira um Laxárkortið má lesa hér Laxárkort

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.