Fréttir

17 maí 2012

Fjarðará í Hvalvatnsfirði komin í almenna sölu

Þá er ein af okkar náttúruperlum Fjarðará í Fjörður komin í almenna sölu.

 

Þeir sem hafa veitt þarna áður vita hversu mikil upplifun er að veiða á þessum slóðum þar sem náttúran leikur við hvern sinn fingur. Nú er bara um að gera að skoða dagatalið og bóka veiðina.


Leyfilegt agn: Allt leyfilegt (maðkur, fluga og spúnn) þannig að óhætt er að segja að allir ættu að geta veitt í þessari fallegu á.


Veiði: Sjóbleikja er í Fjarðará og er algeng stærð frá 1-2,5 pund. Einstaka sinnum veiðast lax og sjóbirtingar á svæðinu, en uppistaðan í veiðinni er sjóbleikja. Bleikjuveiðin sveiflast eftir árum eins og gengur, en undanfarin ár hefur byrjast að veiðast sjóbleikja á ósasvæðinu seinnipartinn í júlí.


Flugan er sterk um alla á, á ósasvæðinu eru kúluhausar og þurrflugur að virka vel, en á efri svæðunum koma straumflugurnar sterkari inn. Spúnninn er helst notaður á ósasvæðinu og jafnvel út við sjó, þá eru þyrluspúnar að virka vel, t.d. Finnska Lippan. Maðkurinn er sterkur í efri hluta árinnar, í beygjum og pittum þar sem fiskurinn getur legið.

Fyrirkomulag: Seldar eru 4 stangir á dag sem gilda á öllu svæðinu. Veiðitími er frjáls frá kl.06:00 -24:00

Kveðja, Stjórn svak

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.