Fréttir

14 maí 2012

Laxárkort

SVAk býður upp á glæsilegt 8 daga veiðikort á Hrauni,Syðra Fjalli og Engey.

 

                 

  

Veiðsvæðin Hraun, Engey og Syðra-Fjall eru með betri urriðaveiðisvæðum Laxár í Þingeyjarsýslu. Þá er laxinn aftur að sækja í sig veðrið á svæðunum eftir friðun til margra ára.

Þeim félagsmönnum SVAK sem hafa áhuga á að tengjast svæðunum, og taka þátt í uppbyggingu þeirra, býðst nú svokallað Laxárkort sem inniheldur 8 veiðileyfi á þessum svæðum. Kaupendur kortsins ganga fyrir við úthlutun þess í framtíðinni, náist samkomulag við landeigendur um slíkt.

         

Um er að ræða 1 stöng í 8 veiðidaga að eigin vali:

Hraun: 4dagar, Syðra Fjall: 3dagar og Engey: 1dagur

Þegar keypt er laxárkort fá veiðimenn staðfestingu á kaupunum og þar með inneign fyrir þessum 8dögum.

Það er svo algjörlega undir kaupanda komið hvenær hann vill nýta dagana, hvort heldur sem hann vill festa vissar dagsetningar strax og halda sumum opnum.

Eina sem kaupandi þarf að gera er að senda póst á svak@svak.is gefa upp nafn og kennitölu þess sem keypti laxárkortið og útskýra hvaða daga hann vill. t.d ef veiðimaður vill fara á Hraun 5júni og hefur ekki ákveðið aðra daga þá einfaldlega sendir hann þá ósk á svak@svak.is og fær sent veiðileyfi fyrir 5júní og á þá bara inneign upp á 7 daga eftir. þannig er hægt að nota kortið allt sumarið.

         

                                            

Í boði verða einungis 10 Laxárkort sem hægt er að nálgast hérna laxárkort þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.

     

Ef þú ert aðdáandi laxár í þingeyjarsýslu og urriðans þar ætturðu ekki að láta þetta tilboð framhjá þér fara. Einnig væri Laxárkort góð hugmynd að afmælisgjöf veiðimannsins.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.