Fréttir

20 apr. 2012

Guðrún Una nýr formaður

Aðalfundur SVAK var haldin s.l. þriðjudagskvöld.  Miklar breytingar urðu á skipan stjórnar og komu 5 nýjir inn í  7 manna stjórn.  Nýr formaður var kjörinn, Guðrún Una Jónsdóttir og er hún 3. formaður félagins.  Aðrir nýjir í stjórn eru Sævar Örn Hafsteinsson, Jón Sveinbjörn Vígfússon, Arnar Þór Gunnarsson, Valdimar Heiðar Valsson.  Áfram verða í stjórn: Jón Bragi og Halldór Ingvason.

Í stjórn hættu:  Erlendur Steinar - formaður, Hinrik Þórðarson, Brynjar Örn, Brynjar Elgi og Þórarinn Blöndal.  Eru þeim þakkað óeigingjarnt starf í þágu félagsins. 

Í skýrslu stjórnar kom fram að síðustu ár hafa einkennst af miklu uppgangi félagsins,  félagsmönnum fjölgar jafnt og þétt, hagnaður hefur verið af rekstri félagsins síðustu árin,  veiðidögum hefur fjölgar gífurlega og eru nú ríflega 4.000 dagar í boði fyrir á 3. hundrað félaga.  Vetrarstarf stendur í miklum blóma og hefur fest tryggilega í sessi.

Aðspurð sagðist Guðrún Una vilja leggja áherslu á eftirfarandi sem formaður:

"- Að auka hróður félagsins ennfrekar og fá inn fleiri félagsmenn með öflugri kynningu á því sem SVAK hefur uppá að bjóða s.s hóflegt félagsgjald, 20 % afslátt á veiðileyfum, mikinn fjölda veiðileyfa ,öfugt vetrarstarf félögum að kostnaðarlausu og fjölbreytt námskeið tengt stangveiði .10 ára afmæli félagsins er á næsta ári og gæti orðið góður vettvangur til þessa verkefnis. Einnig að leggja áherslu á að auka þátttöku kvenna í stangveiði.

- Auglýsa ennfrekar frábæra vefsölu veiðileyfa sem SVAK bíður uppá á heimasíðu sinni og fá fleiri ár og vötn í vefsöluna.

-Viðhalda góðu samstarfi við önnur stangveiðifélög bæði hér á svæðinu og í öðrum landshlutum.

- Vera vakandi fyrir veiðisvæðum sem eru að fara í útboð og etv fara í samstarf við önnur stangveiðifélög í tilboðsgerð. Gaman væri að geta boðið félagsmönnum uppá möguleikann á laxveiði án þess þó að setja félagið okkar í fjárhagslega hættu.

- Halda áfram því öfluga vetrarstarfi sem SVAK, Flúðir og Flugan hafa boðið uppá í vetur og leggja áherslu á að boðið sé uppá fjölbreytt námskeið s.s kastnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna sem og hnýtingarnámskeið."

Við bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa og þökkum fráfarandi stjórn fyrir.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
Ekkert laust eins og er.

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.